Íslensk-evrópska verslunarráðið

Íslensk-evrópska verslunarráðið var stofnað 16. maí 2018, í tengslum við málþing um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins, sem Félag atvinnurekenda og sendinefnd ESB á Íslandi stóðu að í sameiningu.

Tilgangur ÍEV er að efla verslunar– og viðskiptasambönd milli Íslands og Evrópusambandsins. Sérstakt viðfangsefni ráðsins er að beita sér fyrir því að rekstur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gangi sem best og að allir aðilar samningsins standi við skuldbindingar sínar samkvæmt honum. Jafnframt er það hlutverk ráðsins að stuðla að því að viðskipti samkvæmt tvíhliða samningum Íslands og ESB gangi sem greiðast fyrir sig.

Stofnfélagar í ráðinu eru rúmlega 20 fyrirtæki, í innflutningi, útflutningi, ferðaþjónustu, flutningum, ráðgjöf og fleiri greinum tengdum viðskiptum Íslands og ESB.

Lög ÍEV

Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen

Stjórn:
Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, formaður
Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor ehf.
Jóhannes Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri ferskvörusviðs hjá Innnesi
María Bragadóttir, fjármálastjóri Ósa og dótturfélaganna Icepharma og Parlogis
Sigurður Gunnar Markússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni