- Forsíða
- Íslensk-taílenska viðskiptaráðið
Íslensk-taílenska viðskiptaráðið
Íslensk-taílenska viðskiptaráðið var stofnað 6. september 2016. Unnið var að stofnun ráðsins sumarið 2016, eftir að taílensk stjórnvöld óskuðu samstarfs við FA um að halda málþing um tækifæri í Taílandsviðskiptum.
Viðstaddir stofnfundinn voru fulltrúar stofnfélaganna og fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Taílandi en í henni voru meðal annars allir sendiherrar Taílands á Norðurlöndum og ýmsir aðrir hátt settir taílenskir embættismenn.
Stofnfélagar í ráðinu voru þrettán fyrirtæki, sem sum hver stunda innflutning frá Taílandi, önnur eru í útflutningi og sum eru í eigu Taílendinga búsettra hér á landi.
Stjórn:
- Holberg Másson, forstjóri og eigandi Softverks, formaður
- Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Xco
- Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri ÓJ&K-ÍSAM
- Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen
