Kjarasamningur við Grafíu samþykktur

18.06.2019
Frá undirritun samningsins. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, og Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu, takast í hendur.

Kjarasamningur FA og Sambands íslenskra auglýsingastofa við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, hefur verið samþykktur af báðum samningsaðilum og gildir frá 1. apríl sl.

Stjórn FA samþykkti samninginn 4. júní síðastliðinn, að undangengnum félagsfundi 3. júní, þar sem samningurinn var kynntur.

Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Grafíu lauk 14. júní. Á kjörskrá voru 93. Atkvæði greiddu 25 eða 26,88%. Af þeim sögðu 23 já, eða 92%. Einn sagði nei og einn tók ekki afstöðu.

Nánari upplýsingar um samning FA/SÍA og Grafíu

 

Nýjar fréttir

Innskráning