Kjarasamningur við Rafiðnaðarsambandið samþykktur

24.06.2019
Frá undirritun samningsins. Björn Ágúst Sigurjónsson hjá RSÍ og Ólafur Stephensen hjá FA takast í hendur.

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda og Rafiðnaðarsambands Íslands hefur verið samþykktur af báðum aðilum og gildir frá 1. apríl síðastliðnum.

Samningurinn, sem var undirritaður 14. júní, var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna í RSÍ, sem lauk í dag. Á kjörskrá voru 137. Atkvæði greiddu 67, sem er 48,91% þátttaka. Samþykkir samningnum voru 47 eða 70,1%. Andvígir honum voru 17 eða 25,4%. Þrír tóku ekki afstöðu, eða 4,5%.

FA boðaði til félagsfundar til kynningar á samningum hinn 19. júní, eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Stjórn félagsins samþykkti samninginn samhljóða 20. júní.

Nánari upplýsingar um kjarasamning FA og Rafiðnaðarsambandsins

Nýjar fréttir

Innskráning