Kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hefur verið samþykktur af hálfu allra samningsaðila og gildir því frá 1. apríl síðastliðnum.
Á kjörskrá um samning VR og Félags atvinnurekenda voru 1.699 félagsmenn VR og greiddi 451 af þeim atkvæði eða 26,55 prósent. Samningurinn var samþykktur með 88,47% atkvæða, en já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1%.
Sérstök atkvæðagreiðsla var jafnframt um samninginn við FA hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Ellefu af 33 á kjörskrá, eða þriðjungur, greiddu atkvæði um samninginn. Allir 33, eða 100%, samþykktu samninginn.
Stjórn FA samþykkti samninginn samhljóða á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn. Daginn áður var samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum á fundi.