Kjarasamningur við VR undirritaður – viðræður við RSÍ

22.01.2014

Kjararáð FA hefur unnið að gerð kjarasamninga við helstu viðsemjendur. Ritað var undir samning við VR þann 22. desember sl. Samningurinn er sambærilegur við þá samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði undanfarið. Hann gildir til loka árs 2014 og er samið um 2,8% launahækkun en þó meiri hækkun fyrir taxta sem eru undir 230 þúsund krónum. Viðræður eru í gangi við Rafiðnaðarsambandið og má búast við að frá samningi verði gengið á næstu dögum, nema að til þess komi að félagsmenn RSÍ hafni nýgerðum samningi gagnvart SA.

 

Smelltu og kynntu þér undirritaðan samning

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning