Könnun FA: 84% ánægð með starf félagsins

26.01.2017

Þorri félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er ánægður með starf félagsins, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar meðal félagsmanna. Samanlagt segjast 84% ánægð með starf félagsins í heild, samanborið við 76% í fyrra.

Könnunin var gerð dagana 18.-24. janúar. Hún var send til forsvarsmanna 152 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 77, eða 50,6%. Undanfarin ár hefur svarhlutfallið verið á bilinu 31 til 64%.

Í könnuninni var meðal annars spurt um ýmsa þætti í starfi og þjónustu félagsins. Útkoman er á flestum sviðum svipuð og í sambærilegri könnun fyrir ári.

Starf og thjonusta FA

Það nýmæli var nú í könnuninni að spurt var opinnar spurningar um hvert væri mikilvægasta baráttumál FA á árinu 2017. Af þeim sem svöruðu þeirri spurningu nefndu flestir lækkun tolla á búvörum, lækkun tryggingagjalds, virkari samkeppni og breytta peningastefnu.

Mikilvaegasta barattumal

 

Nýjar fréttir

Innskráning