Könnun FA: Ánægðir félagsmenn

28.01.2016

Glaða FA logoiðFélagsmenn Félags atvinnurekenda eru upp til hópa ánægðir með starf félagsins, telja ímynd þess fara batnandi og félagið sýnilegra út á við en áður, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar á meðal aðildarfyrirtækjanna.

Könnunin var gerð dagana 19.-26. janúar. Hún var send til forsvarsmanna 150 fyrirtækja með beina félagsaðild og svöruðu 94, eða 62,7%. Það er svipað svarhlutfall og í fyrra, en þá var það 64%. Árin á undan svöruðu 31-36% félagsmanna könnuninni.

Breytingar á afstöðu félagsmanna til spurninga um þjónustu og starf félagsins frá fyrra ári eru í flestum tilvikum innan skekkjumarka. Þó segjast nú 84% telja gerð kjarasamninga mikilvægt hlutverk félagsins, en voru 76% í fyrra. Þá segist nú 81% telja ímynd FA jákvæða, en var 71% í fyrra. 84% telja FA sýnilegt í baráttu sinni fyrir félagsmenn, miðað við 80% í fyrra. Alls segjast 76% ánægð með starf FA í heild, en voru 79% í fyrra.

Eins og undanfarin ár eru félagsmenn sízt ánægðir með starf fag- og atvinnugreinahópa í sinni grein. Þar eru augljóslega sóknarfæri í starfi félagsins.

Starf og þjónusta FA 2016

Nýjar fréttir

Innskráning