Könnun FA: Fyrirtæki telja sig þurfa að hækka verð – telja lítið svigrúm til launahækkana

08.02.2022

Um 80% félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins í síðustu viku, sjá fram á að þurfa að hækka verð vegna hækkana á erlendum aðföngum. Þannig sögðust 46% mjög sammála fullyrðingunni „fyrirtækið mitt sér fram á að þurfa að hækka verð vegna hækkana á erlendum aðföngum“ og 34% sögðust sammála. Enn fleiri sögðu að verð á erlendum aðföngum til fyrirtækisins hefði hækkað vegna hækkana á alþjóðamörkuðum, eða 89%. Þá sögðust 78% svarenda þegar hafa þurft að hækka verð, eins og sjá má á skífuritunum hér að neðan.

Í könnuninni var spurt hvaða svigrúm stjórnendur aðildarfyrirtækja teldu til hækkunar á launakostnaði seinna á árinu. Rúmlega helmingur taldi svigrúmið ekkert, en rúmlega þriðjungur að það væri á bilinu 2-3%. Að meðaltali töldu fyrirtækin sem svöruðu könnuninni svigrúm til 1,4% hækkunar launakostnaðar.

Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 4. febrúar. Hún var send í tölvupósti til 163 félagsmanna með beina félagsaðild. Af þeim svöruðu 57, eða 35%. Svarhlutfall í könnunum undanfarinna ára hefur verið á bilinu 31% til 64%. Svör í könnuninni verða ekki rakin til einstaklinga eða einstakra fyrirtækja.

Smelltu á myndina til að stækka hana.

 

 

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning