Kosningafundur FA og SFÚ um sjávarútvegsmál

16.10.2017

Félag atvinnurekenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) efna til fundar um sjávarútvegsmál með frambjóðendum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar í lok mánaðarins. Fundurinn verður haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, kl. 8.30 til 10 fimmtudagsmorguninn 19. október.

Dagskrá:

Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, flytur stuttan inngang um áherslur félaganna í sjávarútvegsmálum.

Frambjóðendur svara tveimur spurningum sem lagðar voru fyrir þá fyrir fund:

  1. Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að fiskmarkaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfiskafla sem veiddur er við Ísland?
  2. Vill þinn flokkur beita sér fyrir því að íslenskur sjávarútvegur falli að öllu leyti undir ákvæði samkeppnislaga, án undantekninga, og að tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því í nóvember 2012 verði hrint í framkvæmd?

Hver frambjóðandi hefur tvær mínútur til að svara hvorri spurningu. Spurningunum verður svarað  í tveimur umferðum og er þá hvor umferð um 20 mínútur.

Seinnipart fundar gefast u.þ.b. 45 mínútur fyrir spurningar úr sal og almennar umræður.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Eftirtaldir frambjóðendur hafa boðað þátttöku sína á fundinum: 

  • Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Eva H. Baldursdóttir frá Samfylkingunni
  • Teitur Björn Einarsson frá Sjálfstæðisflokknum
  • Páll Rafnar Þorsteinsson frá Viðreisn
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

Léttur morgunverður er í boði á fundinum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skráning á fundinn er hér neðar á síðunni.

[ninja_form id=35]

 

Nýjar fréttir

Innskráning