Kvöldverður ÍKV og KÍM til heiðurs nýjum sendiherra Kína

28.03.2022
He Rulong, sendiherra Kína

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem FA rekur, og Kínversk-íslenska menningarfélagið efna til kvöldverðar fimmtudagskvöldið 7. apríl til heiðurs He Rulong, nýjum sendiherra Kína á Íslandi. He sendiherra, sem afhenti trúnaðarbréf sitt 16. mars síðastliðinn, mun flytja ávarp um samskipti ríkjanna. Félagsmenn í báðum félögum og gestir þeirra eru velkomnir.  

Kvöldverðurinn fer fram á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12, og hefst kl. 18.30. Boðið verður upp á hlaðborð með kínverskum réttum fyrir 5.500 krónur:  

1. Súpa:  Suan La Tan((酸辣汤)
2. Stökk Peking-önd (með andaköku, agúrku, vorlauk og sósu)(烤鸭。鸭饼,黄瓜,葱)
3. Lambakjöt á mongólska vísu (自然羊肉)
4. Vorrúllur(春卷)
5. Kung pao kjúklingur(宫宝鸡)
6. Heimatilbúið tófú (家常豆腐)
7. Steiktir dumplings (hveitibollur)( 煎饺子)
8. Pönnusteikt grænmeti(炒蔬菜)
9. Djúpsteiktar rækjur (炸虾)
10. Te. (茶) 

Nauðsynlegt er að skrá sig í kvöldverðinn hér að neðan. Senda þarf skráningu fyrir lok dags mánudaginn 4. apríl.

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning