Nýstofnaður Íslenskur fæðuklasi verður kynntur fyrir félagsmönnum í Félagi atvinnurekenda á fundi 9. október næstkomandi kl. 15. Á fundinn mætir Ingibjörg Davíðsdóttir stofnandi Fæðuklasans og setur okkur inn í tilgang hans, markmið og m.a. hvernig fyrirtæki geta nýtt verkfærakistu hans. Ætla má að fundurinn höfði aðallega til matvælafyrirtækja í FA en allir félagsmenn eru velkomnir.
Fæðuklasinn nær yfir hvers kyns fæðutengda starfsemi og landbúnað; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig sölu og neyslu – alla virðiskeðjuna. Klasinn er vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Þetta er áhugavert og spennandi verkefni og hefur Ingibjörg þegar fengið til liðs við sig/klasann öfluga aðila í stjórnsýslunni og í einkageiranum. Ingibjörg er fyrrverandi sendiherra Íslands í Ósló (og er í leyfi frá störfum í utanríkisþjónustunni) og á nokkuð langan starfsferil þar að baki.
Fundurinn er haldinn í fundarsal FA í Skeifunni 11 (3. hæð, ofan við Lyfju og Zo-on). Skráning á fundinn er hér að neðan.