Lægri álögur, samkeppnismat og einföldun regluverks

04.01.2016

Grein Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA í Viðskiptamogganum 31. desember 2015. 

ReglubyrðiStjórnvöld ættu að standa við fyrirheit um lækkun tryggingagjalds. Það væri aðgerð sem myndi auðvelda fyrirtækjum að standa undir launahækkunum án þess að þurfa að velta kostnaðinum af þeim út í verðlagið eða segja upp fólki til að mæta auknum launakostnaði.

Þingmenn í meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar hafa boðað að árið verði nýtt til að fara yfir tolla á matvöru og koma einhverri skynsemi í þann tollafrumskóg. Þeir hafa talsvert fóður í þá vinnu í skýrslu FA um matartolla sem kom út í október. Viðleitni núverandi ríkisstjórnar til að lækka tolla og vörugjöld er lofsverð og kemur verzluninni í landinu vel. Það er engin ástæða til að undanskilja matartolla í þeirri vinnu.

Stjórnvöld ættu að stuðla að því að frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um ársreikninga nái fram að ganga. Það myndi einfalda mjög endurskoðun og ársreikningaskil hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum í landinu og spara þeim mikinn kostnað og fyrirhöfn.

Þá ættu stjórnvöld að fylgja fastar eftir stefnu sinni um einföldun regluverks atvinnulífsins. Liður í því ætti að vera að taka upp samkeppnismat, eins og Samkeppniseftirlitið og OECD hafa lagt til og breyta kerfisbundið lögum og reglum sem standa í vegi fyrir frjálsri og virkri samkeppni.

Nýjar fréttir

Innskráning