Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, vill koma eftirfarandi á framfæri: „Á fundi mínum hjá Félagi atvinnurekenda 11. september sl. hafði ég í frammi ummæli þar sem ég ályktaði út frá miklum arðgreiðslum undanfarinna ára að ríkið sem eigandi tveggja kerfislega mikilvægra banka væri að beita þrýstingi til að lækka eigin fé bankanna. Þessi ummæli byggðust ekki á kynningarefni mínu eða skrifuðum texta. Þau voru heldur ekki í samræmi við neitt sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara um þessi mál né fjármálastöðugleikaráð sem fjármála- og efnahagsráðherra er formaður í. Ég dreg þessi ummæli því til baka og biðst afsökunar á þeim.“
Frétt mbl.is þar sem ummælin voru höfð eftir Þórarni