Liðsstyrkur – átak gegn langtímaatvinnuleysi

16.01.2013

Átak hefur verið sett í gang sem snýr að þeim hópi atvinnuleitenda sem hefur eða mun fullnýta bótarétt sinn á árinu 2013. Markmið Liðsstyrks er að virkja atvinnuleitendur til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Verkefnið felur í sér að 2200 tímabundin ný störf verða sköpuð fyrir langtímaatvinnuleitendur, þar af munu sveitarfélög bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1320 störf. Atvinnuleitendur geta skráð sig á heimasíðunni www.lidsstyrkur.is en allir þeir sem skrá sig munu fá tilboð um starf.

Atvinnurekendur sem taka þátt í þessu verkefni fá niðurgreiddan stofnkostnað við ný störf tímabundið frá atvinnuleysistryggingasjóði og er styrkurinn sem nemur grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr á mánuði.

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn sína sem og alla atvinnurekendur og atvinnuleitendur til að kynna sér málið betur og taka þátt í þessu verkefni.

Allar nánari upplýsingar má finna hér

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning