Lögfræðiþjónusta

Á undanförnum árum hefur lögfræðiþjónusta FA orðið einn af hornsteinum í rekstri félagsins. Félag atvinnurekenda veitir félagsmönnum sínum lögfræðilega ráðgjöf og stuðning í viðskiptum þeirra og þar eru viðskipti við hið opinbera ekki undanskilin.

 Þjónusta Félags atvinnurekenda á þessu sviði felst m.a. í ráðgjöf, námskeiðahaldi sem og að reka mál fyrir einstaka félagsmenn eða hópa. Lögfræðiþjónusta FA tekur því að sér margvísleg verkefni á sviði verslunar og viðskipta og hefur reynt að bæta stöðugt við þá þjónustu sem félagið veitir á því sviði. 

Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á að veita faglega þjónustu fyrir félagsmenn sína á sviði tollamála.

Sú þjónusta felst m.a. í að:

  • Óska eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru
  • Kæra úrskurði tollstjóra
  • Reka mál fyrir Ríkistollanefnd
  • Reka mál fyrir dómstólum

Ljóst er að fyrirtæki hafa oft á tíðum mikla hagsmuni af því að vörur sem fluttar eru til landsins séu rétt tollflokkaðar. Sú tollflokkun ræðst af mörgum þáttum og geta þeir þættir verið háðir mati. Af þeim sökum þarf að skoða sérstaklega hvaða sjónarmið liggja til grundvallar tollflokkun og hvort þeim sé beitt með réttum hætti.

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að leita réttar síns gagnvart tollyfirvöldum með aðstoð lögfræðinga félagsins.

Nánar um tollamál:

Félag atvinnurekenda hefur unnið að því að aukin sé hagkvæmni í opinberum rekstri m.a. með því að brýna fyrir stjórnvöldum að virða reglur um opinber innkaup. Bæði ríkissjóður sem og fyrirtæki í landinu hafa mikinn hag af því að rétt sé staðið að opinberum innkaupum og jafnræði haft að leiðarljósi. Því miður ferst það þó oft fyrir og því er mikilvægt að fyrirtæki leiti réttar síns, telji þeir á sér brotið.

Félag atvinnurekenda hefur farið fram fyrir hönd fyrirtækja m.a. með eftirfarandi hætti:

  • Reka mál fyrir kærunefnd útsboðsmála
  • Reka skaðabótamál fyrir dómstólum
  • Leita eftir rökstuðningi stjórnvalda í tengslum við val á tilboði

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að leita til félagsins séu þeir í vafa um réttmæti starfshátta ríkisins í opinberum innkaupum.

Nánar um opinber innkaup:

Félag atvinnurekenda hefur tekið að sér að aðstoða félagsmenn með samningaréttarleg álitaefni. Viðskiptalíf gengur mest megnis út á samningagerð og efndir samninga og því mikilvægt að vandað sé til verka þegar ráðist er í gerð samninga.

Félag atvinnurekenda hefur m.a.:

  • Aðstoðað félagsmenn við gerð leigu-, kaup- og ráðningarsamninga
  • Aðstoðað félagsmenn við rekstur álitamála sem rekja má til samninga
  • Veitt félagsmönnum almenna ráðgjöf á sviði samningaréttar.

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að hafa samband við lögfræðing félagsins ef þeir standa frammi fyrir samningaréttarlegum álitaefnum.

Nánar um samningarétt:

Félag atvinnurekenda hefur löngum lagt áherslu á að gæta hagsmuna félagsmanna á sviði vinnuréttar. Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um þær reglur sem gilda um réttindi og skyldur atvinnurekenda, sem og starfsmanna. Af þeim sökum býður Félag atvinnurekendum upp á ráðgjöf á sviði vinnuréttar og hvetur félagsmenn til að lögfræðinga félagsins í tengslum við vinnuréttarleg mál.

Endilega hafið samband og leitið ráðlegginga

Nánar um vinnurétt

Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á að starfsmenn innan stjórnsýslunnar fari að tilskildum reglum svo að jafnræðis sé gætt og að málefnalegar forsendur liggi til grundvallar ákvörðunum stjórnvalda í einstökum málum. FA hefur beitt sér fyrir hönd félagsmanna í ýmsum málefnum á sviði stjórnsýslunnar og gætt þannig hagsmuna þeirra gagnvart hinu opinbera.

Félag atvinnurekenda tekur meðal annars að sér að:

  • Koma fram fyrir hönd félagsmanna vegna ágreiningsmála við stjórnvöld
  • Senda upplýsingakröfu til stjórnvalda á grundvelli upplýsingalaga
  • Sjá um bréfaskriftir fyrir félagsmenn við stjórnvöld
  • Reka mál fyrir kærunefndum / úrskurðarnefndum / áfrýjunarnefndum

Félag atvinnurekenda hefur reynslu af samskiptum við stjórnvöld og hvetur félagsmenn til að leita til FA vegna slíkra mála.

Nánar um stjórnsýslurétt

Félag atvinnurekenda fær til umsagnar fjölmörg mál frá opinberum aðilum. Má þar nefna þingnefndir Alþingis sem óska umsagnar um lagafrumvörp sem eru til umfjöllunar, reglugerðir og drög að frumvörpum frá ráðuneytum og ýmsar aðrar reglur frá stjórnvöldum. Hér má finna þær umsagnir sem félagið hefur veitt undanfarin ár.

Í síðustu árlegu þjónustukönnun FA, sem gerð var í janúar 2024, kom fram að um 60% félagsmanna höfðu notað lögfræðiþjónustuna á undanförnum 12 mánuðum og yfirgnæfandi meirihluti, eða 86%, var ánægður eða mjög ánægður með þjónustuna. Niðurstöðurnar má sjá á meðfylgjandi mynd.

Á undanförnum árum hefur lögfræðiþjónusta FA orðið einn af hornsteinum í rekstri félagsins. Félag atvinnurekenda veitir félagsmönnum sínum lögfræðilega ráðgjöf og stuðning í viðskiptum þeirra og þar eru viðskipti við hið opinbera ekki undanskilin.

 Þjónusta Félags atvinnurekenda á þessu sviði felst m.a. í ráðgjöf, námskeiðahaldi sem og að reka mál fyrir einstaka félagsmenn eða hópa. Lögfræðiþjónusta FA tekur því að sér margvísleg verkefni á sviði verslunar og viðskipta og hefur reynt að bæta stöðugt við þá þjónustu sem félagið veitir á því sviði. 

Innskráning