Almennt um opinber innkaup

Almenn atriði um opinber innkaup

Löngum hafa verið reglur um opinber innkaup á Íslandi. Fyrstu lögin þess efnis voru sett árið 1947, um Innkaupastofnun Ríkisins. Reglurnar eiga rót að rekja til þeirrar viðleitni að tryggja hagkvæman rekstur ríkisins við kaup á vörum ,þjónustu og við verkkaup. Með innkomu í Evrópska efnahagssambandið varð reglusetning á sviði opinberra innkaupa ítarlegri. Núna eru í gildi lög nr. 120/2016 um opinber innkaup sem hafa þann tilgang að tryggja ekki aðeins hagkvæmni í rekstri ríkisins heldur einnig jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla þannig að hagkvæmni í rekstri með virkri samkeppni við kaup hins opinbera á vörum, þjónustu og verkum. Sjá lögin hér.

Nokkrar orðskýringar

Gildissvið laganna: Lögin taka samkvæmt efni sínu til skriflegra samninga um fjárhagslegt endurgjald gerða af ríki, sveitarfélögum, stofnunum þeirra og opinberum aðilum.

Viðmiðunarfjárhæðir: Bjóða skal út öll innkaup á vöru, þjónustu og verki sem er yfir þær fjárhæðir sem tilteknar eru í lögum um opinber innkaup. Neðangreindar fjárhæðir teknar af vef Ríkiskaupa.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Íslandi (frá 15. feb 2018)

Vörukaup og þjónusta 15.500.000 ISK án vsk.

Verkframkvæmdir 49.000.000 ISK án vsk.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinbera innkaupa á EES-svæðinu. Sjá hér.

Ahuga skal að innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum eru ekki útboðsskyld en kaupandi þarf samt að gæta hagkvæmni og gera verðsamanburð á milli sem flestra fyrirtækja.

Mismunandi innkaupaferli

Almennt útboð: Innkaupaferli þar sem hvaða fyrirtæki sem er getur lagt fram tilboð.

Lokað útboð: Innkaupaferli þar sem aðeins þau fyrirtæki sem kaupandi hefur valið geta lagt fram tilboð en hvaða fyrirtæki sem er getur sótt um að taka þátt.

Samningskaup: Innkaupaferli þar sem kaupandi ræðir við fyrirtæki sem hann hefur valið samkvæmt fyrirfram ákveðnu ferli og semur síðan um skilmála samningsins við viðkomandi fyrirtæki. Þetta innkaupaferli ber að nota í undantekningartilfellum.

Innskráning