Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á virka samkeppni í opinberum innkaupum og að jafnræði sé tryggt á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa tekið þátt í útboðsferli íslenskra stjórnvalda.
Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á að stjórnvöld fylgji lögfestum leikreglum við útboð og framkvæmd þeirra. Reglurnar eru settar til að tryggja jafnræði, gagnsæi og hagkvæm innkaup og því mikilvægt að þeim sé fylgt, hvívetna.
Félag atvinnurekenda telur mikilvægt að þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmætrar háttsemi stjórnvalda leiti réttar síns og fái tjón sitt bætt.