Tollamál

Félag atvinnurekenda hefur lagt áherslu á að veita faglega þjónustu fyrir félagsmenn sína á sviði tollamála.

Sú þjónusta felst m.a. í að:

• Óska eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru

• Kæra úrskurði tollstjóra

• Reka mál fyrir Ríkistollanefnd

• Reka mál fyrir dómstólum

Ljóst er að fyrirtæki hafa oft á tíðum mikla hagsmuni af því að vörur sem fluttar eru til landsins séu rétt tollflokkaðar. Sú tollflokkun ræðst af mörgum þáttum  og geta þeir þættir verið háðir mati. Af þeim sökum þarf að skoða sérstaklega hvaða sjónarmið liggja til grundvallar tollflokkun og hvort þeim sé beitt með réttum hætti.

Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að leita réttar síns gagnvart tollyfirvöldum með aðstoð lögfræðinga félagsins.