Fjórði og síðasti fundur í fundaröð Félags atvinnurekenda fór fram í morgun. Margt var um manninn á fundinum enda málefni eitt af stóru verkefnunum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar, þ.e. „Ísland í alþjóðaviðskiptaumhverfi og peningamál“. Formenn Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins mættu fyrir hönd sinna flokka og Árni Þór Sigurðsson fyrir hönd Vinstri grænna og Óttar Proppé fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Það er ljóst að stefnur flokkanna varðandi alþjóðaviðskipti og gjaldeyrismál Íslands eru mjög misjafnar. Miklar umræður sköpuðust í salnum og fengu fundargestir góðan tíma til að spyrja fulltrúa flokkanna spjörunum út. Það nýttu fundargestir sér og léttu spurningarnar vaða hver á fætur annarri. Fundurinn var mjög fróðlegur og mun að öllum líkindum nýtast eitthvað í ákvörðunartöku fundargesta þegar gengið verður til kosninga þann 27. apríl n.k.
Fundaröð FA í aðdraganda kosninganna er þá lokið en fjórir fundir hafa verið á dagskrá um hin ýmsu málefni er varða félagsmenn Félags atvinnurekenda og hafa þeir gefist vel. Fjölmennt hefur verið á fundunum og hafa fundargesti r fengið góð tækifæri til að kynna sér stefnur flokkanna er varða málefni sem snerta þeirra atvinnugrein.
Félag atvinnurekenda þakkar öllum fyrir komuna, bæði fundargestum og fulltrúum flokkanna, og óskar öllum ánægjulegs kosningadags.