Magnús Óli kjörinn formaður FA

03.02.2017
Birgir Bjarnason og Magnús Óli Ólafsson á aðalfundi félagsins í gær.

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildsölunnar Innness, tekur við formennsku af Birgi S. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íslensku umboðssölunnar, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fjögur ár. Magnús Óli hefur setið í stjórn FA í þrjú ár og undanfarið ár verið varaformaður félagsins.

Birgir var kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn til eins árs. Þá var Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, kjörin í stjórn til tveggja ára. Linda sat áður í stjórn FA á árunum 2009-2010, þá fyrir A. Karlsson og Besta þar sem hún var forstjóri. Bjarni Ákason, einn eigenda Epli.is og Skakkaturns, gaf kost á sér til endurkjörs til tveggja ára.

Auk þessara fjögurra sitja í sex manna stjórn félagsins þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta Húsinu, og Hannes Jón Helgason, framkvæmdastjóri Reykjafells, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2016.

Nýkjörin stjórn FA. Frá vinstri: Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Hannes Jón Helgason, Magnús Óli Ólafsson, Birgir Bjarnason og Anna Kristín Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Bjarna Ákason.

Nánari upplýsingar um stjórn FA

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning