Málþing og aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins

24.05.2018

Aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins (ÍIV) verður haldinn fimmtudaginn 14. júní næstkomandi kl. 11.30. Á undan aðalfundinum, kl. 10, verður haldið málþing, þar sem kynnt verður ný skýrsla um efnahagsmál, atvinnulíf og viðskiptatækifæri á Indlandi. Málþingið er haldið í samstarfi ÍIV, sendiráðs Indlands og Íslandsstofu.

Kl. 10.00: India Surging Ahead 2018 – dagskrá málþingsins

  • Sendiherra Indlands á Íslandi, Rajiv Kumar Nagpal, kynnir efni skýrslunnar og hin miklu tækifæri sem bjóðast í viðskiptum, fjárfestingu og framleiðslu á Indlandi.
  • Bala Kamallakharan, formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins og stofnandi Start-up Iceland og Dattaca Labs Iceland kynnir samstarf um nýsköpun og viðskiptaþróun milli Indlands og Íslands.
  • Andri Marteinsson, forstöðumaður iðnaðar og þjónustu hjá Íslandstofu, kynnir „Smart Sustainable Livable Solutions/Smart Cities“.

Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið. Vinsamlegast upplýsið um þátttöku í síma 534 9955 eða með tölvupósti: cons.reykjavik@mea.gov.in

Kl. 11.30: Dagskrá aðalfundar Íslensk-indverska viðskiptaráðsins 

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar
  • Skýrsla endurskoðenda
  • Val stjórnar til tveggja ára
  • Val skoðunarmanns
  • Ákvörðun félagsgjalds

Fundirnir verða haldnir í húsnæði Íslandsstofu, Sundagörðum 2.

Fundarstjórn: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og ÍIV.

Skráning á aðalfundinn hér að neðan

 

Nýjar fréttir

Innskráning