Málþing og stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins 16. maí

07.05.2018

 

Félag atvinnurekenda og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi efna til málþings um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins miðvikudaginn 16. maí næstkomandi kl. 15. Í lok fundar verður Íslensk-evrópska viðskiptaráðið stofnað. Hér má finna nánari upplýsingar um stofnun viðskiptaráðsins.

 

Dagskrá

15.00 Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi:

EU and Iceland – Together for the common good

 

15.15 Magnús Óli Ólafsson, formaður FA og forstjóri Innness:

Er vegið að frjálsum viðskiptum Íslands og ESB?

 

15.30 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra:

Inn- og útflutningur landbúnaðarafurða: Tækifæri og áskoranir

 

15.50 Ólafur Valsson, dýralæknir og sérfræðingur í matvælaeftirliti ESB:

Viðskipti með ferskar matvörur á EES: Áhætta og eftirlit

 

16.10 Jóhanna Jónsdóttir, ráðgjafi í EES-málum í utanríkisráðuneytinu:

Bætt framkvæmd EES-samningsins

 

16.30  Stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins

 

17.00 Léttar veitingar

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

 

Málþingið er öllum opið. Það verður haldið í sal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Skráning hér neðar á síðunni.

Nýjar fréttir

Innskráning