Málþing um EES og frumkvöðlafyrirtæki 27. maí

13.05.2019

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið og utanríkisráðuneytið gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „EES-samningurinn og starfsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja“ mánudaginn 27. maí næstkomandi kl. 15-16.30.

Málþingið er þáttur í samstarfi ráðuneytisins við ýmsa hagsmunaaðila um að vekja athygli á margvíslegum hliðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið í tengslum við 25 ára afmæli hans.

Málþingið verður haldið í fundarsal Félags atvinnurekenda, á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Strax að málþinginu loknu verður aðalfundur ÍEV haldinn.

Dagskrá málþingsins:
 
15.00 Páll Rúnar M. Kristjánsson, formaður ÍEV og fundarstjóri: Setning málþingsins

15.05 Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs hjá Rannís: „Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi“

15.20 Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical: „Sofnum ekki á verðinum“

15.35 Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, skattalögfræðingur hjá Marel: „Marel – frá sprotafyrirtæki til leiðtoga á heimsvísu“
15.50 Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring Marine: „Tækifæri fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja innan EES“

16.05 Auður Edda Jökulsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins: „Hvernig aðstoðar utanríkisþjónustan lítil og meðalstór fyrirtæki innan EES?“

16.20 Kaffihlé
16.30 Aðalfundur hefst
Dagskrá aðalfundarins, samkvæmt lögum ÍEV
– Skýrsla stjórnar
– Ársreikningar
– Skýrsla skoðunarmanns
– Val stjórnar til tveggja ára – kosnir verða tveir meðstjórnendur
– Val skoðunarmanns
– Ákvörðun félagsgjalds
– Lagabreytingar, svo og önnur mál, sem tilkynnt hafa verið stjórninni með minnst viku fyrirvara, eða þau mál sem stjórnin telur nauðsynlegt að ræða á aðalfundi
– Önnur mál
Aðalfundurinn er fyrir aðildarfyrirtæki ÍEV. Málþingið er öllum opið, en skráning hér að neðan nauðsynleg.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning