Málþing um EES-samninginn og áskoranir 21. aldarinnar

13.10.2022
Þórdís Kolbrún, Šefčovič, Þorsteinn, Baldur, Heiðrún, Ólafur og Jón Atli.

Hvernig mun samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem undirritaður var fyrir 30 árum, áfram þjóna hagsmunum okkar næstu áratugi? Hvernig mun mun hið pólitíska og efnahagslega öldurót sem steðjar að í Evrópu og leiðir af innrás Rússlands í Úkraínu og öðrum nýlegum áskorunum hafa áhrif á samstarf ESB og EFTA-ríkjanna innan EES bæði pólitískt og efnahagslega? Hvernig hefur EES-samningurinn verið hluti af lausninni á að takast á við þessar áskoranir?

Um þessar spurningar og fleiri verður fjallað á opnu málþingi, sem Íslensk-evrópska verslunarráðið stendur að ásamt utanríkisráðuneytinu, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi fimmtudaginn 20. október kl. 15.30 til 17 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins, sem fer fram á ensku, er „The EEA Agreement: Addressing 21st Century Challenges“. Málþingið er öllum opið.

Dagskrá

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður gesti velkomna.

Eftirtaldir flytja erindi:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins

Auk frummælendanna þriggja verða í pallborði:

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og stjórnarformaður Smáríkjaseturs Háskóla Íslands

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og Íslensk-evrópska verslunarráðsins

Auglýsing málþingsins á ensku:

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning