Hvernig mun samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem undirritaður var fyrir 30 árum, áfram þjóna hagsmunum okkar næstu áratugi? Hvernig mun mun hið pólitíska og efnahagslega öldurót sem steðjar að í Evrópu og leiðir af innrás Rússlands í Úkraínu og öðrum nýlegum áskorunum hafa áhrif á samstarf ESB og EFTA-ríkjanna innan EES bæði pólitískt og efnahagslega? Hvernig hefur EES-samningurinn verið hluti af lausninni á að takast á við þessar áskoranir?
Um þessar spurningar og fleiri verður fjallað á opnu málþingi, sem Íslensk-evrópska verslunarráðið stendur að ásamt utanríkisráðuneytinu, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi fimmtudaginn 20. október kl. 15.30 til 17 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins, sem fer fram á ensku, er „The EEA Agreement: Addressing 21st Century Challenges“. Málþingið er öllum opið.
Dagskrá
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður gesti velkomna.
Eftirtaldir flytja erindi:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins
Auk frummælendanna þriggja verða í pallborði:
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og stjórnarformaður Smáríkjaseturs Háskóla Íslands
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og Íslensk-evrópska verslunarráðsins
Auglýsing málþingsins á ensku: