Málþing um matvöruviðskipti milli Íslands og Kína

19.09.2018

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Shandong-deild China Chamber of Commerce of Foodstuffs and Native Produce (CFNA) gangast fyrir málþingi um matvöruviðskipti milli Íslands og Kína miðvikudaginn 26. september næstkomandi. Málþingið verður haldið í Gullteigi, Grand Hóteli, Sigtúni 38, kl. 13 til 17.

Shandong-hérað er helsta viðskiptahérað Íslands í Kína og taka þátt í málþinginu fulltrúar stjórnvalda og um 40 inn- og útflutningsfyrirtækja á sviði matvælaframleiðslu og viðskipta. Listi yfir fyrirtækin er hér neðar á síðunni.

Dagskrá málþingsins

13.00              Skráning

13.30              Setning málþingsins Yu Lu, varaforseti CCCFNP

13.35              Ávarp Chen Guisheng, viðskiptafulltrúi sendiráðs Alþýðulýðveldisins Kína

13.40              Ávarp Jónína Bjartmarz, formaður ÍKV

13.45              Viðskipti með búvörur í Shandong-héraði og tækifæri í búvöruviðskiptum Íslands og Shandong Lyou Wei, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptaskrifstofu Shandong-héraðs

14.05              Kynning á íslensku fiskeldi Einar K. Guðfinnsson, formaður Sambands íslenskra fiskeldisstöðva

14.15              Fiskveiðar og fiskeldi í Shandong-héraði Yang Xiaohua, deildarstjóri á sjávar- og fiskveiðaskrifstofu Shandonghéraðs.

14.25              Matvælaeftirlit og -öryggi við útflutning búvara frá Jinan-borg Sun Yihong, forstöðumaður viðskiptaskrifstofu Jinan.

14.35              Íslenskt lambakjöt og tækifæri í Kína Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands

14.45              Útflutningur búvöru frá Liaocheng-borg Ma Lihong, aðstoðarborgarstjóri Liaocheng

14.55              Pallborðsumræður um viðskipti Íslands og Kína og fríverslunarsamning ríkjanna undir stjórn Yu Lu, varaforseta CCCFNP

Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans
Chen Guisheng viðskiptafulltrúi kínverska sendiráðsins
Liu Xujun, sérfræðingur hjá viðskiptaskrifstofu Jinin-borgar
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Stefán Skjaldarson, fv. sendiherra Íslands í Kína
Wang Zhuojun, gæða- og tæknistjóri hjá China Certification and Inspection Group Shandong Co. Ltd.
Zhang Shongxian, stjórnarformaður Shandong Taishan New Cooperative Commerce Chain Co. Ltd.

15.45              Kaffihlé

16.00-17.00  Fundir íslenskra og kínverskra fyrirtækja

Listi yfir viðskiptasendinefndina frá Shandong

Nánari upplýsingar um kínversku fyrirtækin

[ninja_form id=7]

Nýjar fréttir

Innskráning