Málþing um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína verður haldið á Hótel Sögu 30. maí næstkomandi kl. 10-11.30. Að málþinginu standa Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslandsstofa, Sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína og borgarstjórn Xiamen. Viðskiptasendinefnd frá Xiamen verður stödd á Íslandi og verða fulltrúar frá yfirvöldum og fyrirtækjum í borginni viðstaddir málþingið, sem fer fram á ensku og kínversku.
Dagskrá:
Huang Feng, aðstoðarframkvæmdastjóri utanríkismálaskrifstofu Xiamen-borgar setur málþingið.
Introduction to Xiamen
Ni Chao, varaborgarstjóri Xiamen
Iceland – China relations
Zhang Weidong, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína í Reykjavík
Chinese visitors to Iceland, opportunities and challenges
Ársæll Harðarson, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins
Invest in Iceland – free trade opportunities
Kristinn Hafliðason, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
Business opportunities in Xiamen City
Huang Feng, aðstoðarframkvæmdastjóri utanríkismálaskrifstofu Xiamen-borgar
China International Fair for Investment and Trade
Cai Weihua, varadeildarstjóri á ráðstefnu- og sýningaskrifstofu Xiamen-borgar.
Að lokinni formlegri dagskrá er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi ráðrúm til að blanda geði við fulltrúa fyrirtækja og samtaka á málþinginu og skiptast á nafnspjöldum.
Málþingið verður haldið á Hótel Sögu, salnum Hekla I á annarri hæð.
Skráning hér neðar á síðunni. Athugið að velja réttan viðburð.