Margrét hlaut viðurkenningu FKA 2013

31.01.2013

Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda fékk afhent í gær FKA viðurkenninguna 2013 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu stóð fyrir verðlaunaafhendingunni og var það Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra sem afhenti viðurkenningarnar. Margrét var að vonum þakklát og ánægð með viðurkenninguna og þakkaði góðu samstarfsfólki þeim árangri sem hún hefur náð í viðskiptalífinu. Félag atvinnurekenda er stolt yfir því að hafa jafn öfluga konu í forsvari og Margrét er og óskar henni innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning