Margrét lýkur formennsku fyrir FA – stígur stolt til hliðar

13.02.2013

Aðalfundur Félags atvinnurekenda var haldinn í gær , þann 12. Febrúar, á veitingahúsinu Nauthól. Fyrir aðalfund félagsins var opinn fundur undir yfirskriftinni „Ísland tækifæranna“. Margir fundargestir mættu og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Boðið var upp á veitingar áður en aðalfundur hófst. Margrét Guðmundsdóttir hefur verið formaður Félags atvinnurekenda síðastliðin fjögur ár en lýkur nú störfum sem formaður. Hún hóf fundinn með því að fara yfir skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár. Hún þakkaði fyrir sig að lokum og sagðist vera þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að gegna formennsku í félaginu. Hún þakkaði stjórnarmönnum og starfsfólki Félags atvinnurekenda fyrir ánægjulegt samstarf  og sagðist stíga sátt til hliðar eftir fjögur góð og viðburðarík ár í sögu félagsins. Ólafur Johnson stjórnarmaður lauk einnig sínu kjörtímabili í gær og voru því tvö sæti laus í stjórn félagsins. Gengið var til kosninga í lok fundarins og voru Bjarni Ákason framkvæmdastjóri Epli.is og Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri Parlogis kosin til næstu tveggja ára.

 

Birgir Bjarnason stjórnarmaður var einn í framboði til formanns og var því réttkjörinn nýr formaður félagsins.

 

Félag atvinnurekenda býður þau hjartanlega velkomin og hlakkar til að hefja nýtt starfsár en vill um leið þakka Margréti og Ólafi fyrir frábær störf undanfarin ár.

 

 

 

DSC_0112          DSC_0114          DSC_0119

 

DSC_0120          DSC_0130          DSC_0131

 

DSC_0138

Nýjar fréttir

Innskráning