Morgunverðarfundur 16. janúar: Þriðji orkupakkinn og íslenskt atvinnulíf

09.01.2019

Hvað er í svokölluðum þriðja orkupakka Evrópusambandsins? Hverju breytir hann fyrir orkufyrirtæki og neytendur? Hvernig samræmist hann stjórnskipan Íslands? Hvað myndi það þýða fyrir EES-samninginn og íslenskt atvinnulíf ef Ísland hafnaði innleiðingu pakkans?

Leitast verður við að svara þessum spurningum og fleirum á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda (FA) og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins (ÍEV) miðvikudaginn 16. janúar kl. 8.30 – 10.

Dagskrá:

Trúverðugleiki Íslands og hagsmunir íslenskra fyrirtækja
Páll Rúnar M. Kristjánsson, formaður ÍEV

Orkupakkar og áhrif á íslenskan orkumarkað
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

Orkupakkinn, stjórnarskráin og EES-samstarfið
Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér fyrir neðan. Léttur morgunverður er í boði á fundinum.

Fundurinn er haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Uppfært 12. janúar: Yfir 50 manns eru nú skráð á fundinn og salurinn okkar fullur. Við erum því hætt að taka við skráningum. Það verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Facebook-síðu Félags atvinnurekenda.

 

 

Nýjar fréttir

Innskráning