Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (íEV) efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 17. október kl. 8.30 til 9.30 með Cordula Modest, sem er sérfræðingur í evrópskum samkeppnisrétti hjá Deutsche Bahn, móðurfyrirtæki DB Schenker.
Erindi Modest fjallar um þá áhættu sem felst í brotum fyrirtækja á Evrópulöggjöf um hringamyndun, hvaða reglum fyrirtæki þurfi að fylgja til að uppfylla skilyrði Evrópulöggjafarinnar og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að hindra brot á hringamyndunarlöggjöfinni.
Cordula Modest lauk lögfræðiprófi frá Humboldt-háskóla í Berlín og starfar sem lögfræðingur í lögfræðideild Deutsche Bahn AG, næststærsta flutningafyrirtækis heims. Sérsvið hennar er samkeppnisréttur og löggjöf gegn hringamyndun.
Fundurinn fer fram í húsakynnum Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Skráning er nauðsynleg hér neðar á síðunni.
Information in English
Antitrust Compliance under European Law
- the risks businesses face when breaching antitrust law
- the most important rules companies have to follow in order to be antitrust compliant and
- some of the measures that should be implemented by businesses to effectively manage these risks
Cordula Modest is a graduate of Humboldt University Berlin and works as a lawyer in the legal department of Deutsche Bahn AG. She specializes in competition law and antitrust compliance, including the implementation of the group wide antitrust compliance program.
The meeting will be held at the Icelandic Federation of Trade’s offices at House of Commerce, Kringlan 7, 9th floor. A light breakfast will be available. Please register below.