Morgunverðarfundur ÍEV og FA 14. júní: „Brexit means Brexit: Season 2“

06.06.2019
Olivier Cadic

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (ÍEV) og Félag atvinnurekenda efna til morgunverðarfundar með franska öldungadeildarþingmanninum Olivier Cadic föstudaginn 14. júní næstkomandi. Fundurinn er haldinn í fundarsal FA í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, kl. 8.30-10.

Yfirskrift fundarins er „Brexit means Brexit: Season 2“ og umræðuefnið útganga Bretlands úr ESB, en þar hafa orðið kaflaskil með afsögn Theresu May.

Olivier Cadic er öldungadeildarþingmaður franskra borgara sem búa utan heimalandsins og búsettur í Bretlandi. Hann hefur frábæra innsýn í gang mála varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, bæði frá breskum sjónarhóli og út frá sjónarhorni ríkjanna sem eftir verða í ESB. Cadic mun meðal annars ræða afleiðingar Brexit fyrir alþjóðaviðskipti, fjárfestingar í Bretlandi og evrópska fjármálakerfið.

Cadic hefur verið atvinnurekandi og frumkvöðull frá 20 ára aldri. Hann situr meðal annars í utanríkis- og varnarmálanefnd franska þingsins og viðskiptasendinefnd öldungadeildarinnar. Hann var kjörinn á franska þingið árið 2014 fyrir miðjuflokkinn UDI (Union des Démocrates et Indépendants).

Fundurinn er öllum opinn, en skráning hér að neðan nauðsynleg. Léttur morgunverður er í boði á fundinum. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Nánari upplýsingar um Olivier Cadic

Nýjar fréttir

Innskráning