Afmælisráðstefna FA, sem haldin var í Gamla bíói í gær, tókst einstaklega vel. Félagsmenn og aðrir gestir voru sammála um að einvalalið fyrirlesara hefði fyllt þá innblæstri, góðum hugmyndum og áleitnum spurningum. Í lok ráðstefnunnar var góð móttaka með frábærum veitingum frá félagsmönnum FA. Hér að neðan má fletta í gegnum skemmtilegar myndir Sigurjóns Ragnars ljósmyndara frá ráðstefnunni.