Myndir úr vel heppnaðri haustferð FA

16.10.2025

Haustferð FA heppnaðist vel og þau markmið að félagsmenn kynnist betur og fræðist um fyrirtækin í félaginu náðust með prýði. Farið var með rútu Hópbíla frá skrifstofum FA í Skeifunni og ekið til Þorlákshafnar. Þar fengu félagsmenn kynningu á starfsemi skipafélaganna Torcargo og Smyril Line, sem veita nú gömlu skipafélögunum harða samkeppni. Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri Torcargo og Óskar Sveinn Friðriksson framkvæmdastjóri Smyril Line útskýrðu leiðakerfi og þjónustu fyrirtækjanna. Ekið var um hafnarsvæðið og skoðaðar stórframkvæmdir á vegum beggja fyrirtækja í Þorlákshöfn; verið er að leggja síðustu hönd á gámavöll Torcargo og nýtt vöruhús Smyril Line er í smíðum.

Að því búnu var ekið á Selfoss, þar sem Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og formaður FA, tók á móti félagsmönnum í verslun Aflvéla. Eftir mótttöku hjá Aflvélum var farið að Hótel Vatnsholti í Flóa, þar sem hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir tóku á móti hópnum og sögðu okkur frá fyrirtækinu Jóhanni Helga & co. Snæddur var kvöldverður áður en haldið var aftur til Reykjavíkur.

Hér að neðan eru myndir úr ferðinni. Við þökkum félagsmönnum kærlega fyrir komuna og fyrirtækjunum sem voru heimsótt fyrir mótttökurnar. Haustferðin verður vonandi árlegur viðburður.

Nýjar fréttir

Innskráning