Næsta örnámskeið: Fara gildi fyrirtækisins og starfsmanna saman?

21.04.2023

Næsta örnámskeið FA verður haldið miðvikudaginn 10. maí kl. 10, á Teams. Áfram er umfjöllunarefnið starfsmannamál og að þessu sinni fjallar Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie, um gildi fyrirtækja og starfsmanna.

Nýjar rannsóknir sýna að gildi fólks hafa breyst í kjölfar Covid-heilsukreppunnar. Nýtt gildismat hefur áhrif á virkni starfsmanna. Til að viðhalda og auka virkni starfsfólks þurfa fyrirtækjastjórnendur mögulega að breyta um stjórnunarstíl og skoða gildi fyrirtækisins og meta hvort mögulega þurfi að laga þau að nýju andrúmslofti.

Jósafat fjallar um skilgreiningu gilda og uppruna þeirra, mismunandi tegundir gilda og hvort gildi fyrirtækja og starfsmanna rekist á. Loks fá félagsmenn hvatningu og aðgerðalista til að hafa til hliðsjónar.

Örnámskeið FA hafa notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna. Þau eru haldin á netinu og miðað við að þau taki aðeins 30 mínútur; 20 mínútna fyrirlestur og svo 10 mínútur í fyrirspurnir og umræður. Örnámskeiðin eru fyrst og fremst hugsuð fyrir stjórnendur.

Skráning á námskeiðið er hér að neðan.  Skráðir félagsmenn fá sendan hlekk með góðum fyrirvara.

Skráning á námskeið – gildi

Nýjar fréttir

Innskráning