Næsta örnámskeið: Hverju þarf að gæta að við gerð ráðningarsamninga?

07.03.2022
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir

Næsta örnámskeið um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri verður haldið þriðjudaginn 15. mars kl. 10-10.30. Í þetta sinn er umfjöllunarefnið ráðningarsamningar og að hverju ber að gæta við gerð þeirra. 

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður hjá MAGNA lögmönnum, fjallar um atriði eins og hvað þarf að koma fram í ráðningarsamningum og þær takmarkanir sem lög og kjarasamningar setja samningsfrelsinu. Þá verður rætt um mikilvægi þess að starfsmenn staðfesti við upphaf ráðningarsambands að þeir hafi kynnt sér stefnur og reglur fyrirtækisins. Á atvinnurekendum hvíla skyldur til að tryggja að ráðningarsamningur sé til staðar, sé skýr og taki á þeim þáttum sem kann að reyna á í samningssambandinu. 

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sendan hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

Innskráning