Næsta örnámskeið: Lykilstarfsmenn til lengri tíma – hvatning, endurgjöf og lærdómur

30.03.2023

Næsta örnámskeið Félags atvinnurekenda fjallar um starfsmannamál og verður haldið á Teams kl. 10 fimmtudaginn 13. apríl. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias og framkvæmdastjóri hjá European Academy of Management, fjallar um breyttan vinnumarkað þar sem mikilvægt er að fyrirtæki leggi áherslu á að halda lykilstarfsmönnum og draga úr starfsmannaveltu.

Eyþór er forstöðumaður nýrrar rannsóknarmiðstöðvar um framtíð vinnu og lærdóms hjá Akademias þar sem verið er að vinna rannsóknir sem miða að því að meta hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast og hvernig fyrirtæki þurfa að bregðast við til þess að tryggja samkeppnishæfni og verðmætasköpun. 

Örnámskeið FA hafa notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna. Þau eru haldin á netinu og miðað við að þau taki aðeins 30 mínútur; 20 mínútna fyrirlestur og svo 10 mínútur í fyrirspurnir og umræður. Námskeiðin hafa til þessa einskorðast við hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri. Í könnun FA meðal félagsmanna í byrjun ársins kom fram mikill áhugi á að útvíkka þetta fræðsluform til fleiri viðfangsefna stjórnenda fyrirtækja og voru starfsmannamál þar efst á blaði. FA mun meðal annars leita til sérfræðinga fræðslufyrirtækjanna í félaginu til að halda þessi námskeið.

Skráning á námskeiðið er hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sent fundarboð með hlekk með góðum fyrirvara. 

Skráning á námskeið

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning