Næsta örnámskeið: Neytendaréttur og ábyrgðarmál

27.05.2024

Næsta örnámskeið FA fyrir félagsmenn fer fram á Teams miðvikudaginn 29. maí kl. 9-9.30. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni neytendaréttur og ábyrgðarmál og leiðbeinandi er Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA. Skráning á námskeiðið er hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sent fundarboð með hlekk í tíma.

Hvaða reglur gilda um samskipti og samninga fyrirtækja við neytendur? Hvaða reglur gilda t.d. um gallaðar vörur og ábyrgð framleiðenda og seljenda? Páll lögmaður FA fer yfir lykilatriðin í neytendarétti, m.a. með hliðsjón af nýlegum málum sem hafa verið til umfjöllunar opinberlega. 

Páll Rúnar er félagsmönnum FA að góðu kunnur, en hann hefur starfað hjá félaginu frá 2008. Hann rekur jafnframt lögmannsstofuna Advisor.

Örnámskeið FA hafa notið mikilla vinsælda, en þau fara fram á Teams og taka aðeins hálftíma. Fyrst er 20 mínútna fyrirlestur um gagnlegt efni og síðan 10 mínútur fyrir spurningar og svör. Námskeiðin eru einkum ætluð stjórnendum. Við val á umfjöllunarefnum er höfð hliðsjón af könnun FA meðal félagsmanna fyrr á árinu.

Skráning á námskeiðið:

Skráning á námskeið: Neytendaréttur og ábyrgðarmál 29. maí

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning