Næsta örnámskeið: Samningar við birgja

19.04.2022
Páll Rúnar M. Kristjánsson

Næsta örnámskeið Félags atvinnurekenda um hagnýta lögfræði í rekstri fyrirtækja verður haldið þriðjudaginn 26. apríl kl. 10-10.30. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni samningar við birgja, en þar er að ýmsu að hyggja.

Fyrirlesari er Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður FA. Hann mun m.a. fjalla um mikilvægi þess að gera samninga við birgja til að tryggja réttarstöðu fyrirtækja, breytingarákvæði og uppsögn slíkra samninga. Þá verður fjallað um markaðsstuðning birgja, eignarrétt á markaðsefni, ábyrgðir og einkarétt á sölu vara frá birgjum á Íslandi. 

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sendan hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

Innskráning