Næsta örnámskeið: Þegar pressan hringir

26.04.2024

Næsta örnámskeið FA fer fram á Teams kl. 10-10.30 þriðjudaginn 30. apríl. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er „Þegar pressan hringir – krísustjórnun og fjölmiðlatengsl“. Gefin verða góð ráð um hvernig eigi að bregðast við ef kastljós fjölmiðla beinist skyndilega að fyrirtækinu og hvernig sé gott að undirbúa sig fyrir slík tilvik.

Leiðbeinandinn er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Hann hefur langa reynslu af almannatengslum og fjölmiðlastörfum. Ólafur var blaðamaður í aldarfjórðung og ritstýrði m.a. Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, 24 stundum og fréttastofu 365 miðla. Þá var hann talsmaður Símans og Samtaka atvinnulífsins.

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Teams með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Skráning á námskeiðið er hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sent fundarboð með hlekk með góðum fyrirvara.

Skráning á námskeið: Þegar pressan hringir 30. apríl

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning