Næsta örnámskeið fyrir félagsmenn FA fer fram miðvikudaginn 15. maí kl. 10-10.30 á Teams. Í þetta sinn er umfjöllunarefnið Veikindaréttur starfsmanna og leiðbeinandi er Birta Sif Arnardóttir lögfræðingur FA. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sent fundarboð með hlekk með góðum fyrirvara.
Farið verður yfir hvað lög og kjarasamningar segja um veikindarétt starfsfólks og hvernig er hægt að fyrirbyggja að veikindaréttur sé misnotaður. Birta mun fara yfir nokkur lykilatriði og algeng álitamál.
Birta hefur starfað sem lögfræðingur FA síðan í byrjun apríl. Hún hefur áður m.a. starfað hjá Háskólanum í Reykjavík, TVG-Zimsen, EVA lögmönnum og forsætisráðuneytinu.
Örnámskeið FA hafa notið mikilla vinsælda, en þau fara fram á Teams og taka aðeins hálftíma. Fyrst er 20 mínútna fyrirlestur um gagnlegt efni og síðan 10 mínútur fyrir spurningar og svör. Námskeiðin eru einkum ætluð stjórnendum. Við val á umfjöllunarefnum er höfð hliðsjón af könnun FA meðal félagsmanna fyrr á árinu.
Skráning á námskeiðið: