Næsta örnámskeið: Viðbrögð við EKKO-málum

20.05.2025

Næsta örnámskeið FA fjallar um svokölluð EKKO-mál á vinnustöðum, þ.e.a.s. réttindi og skyldur samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað, nr. 1009/2015.  Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. maí kl. 10 á Teams og leiðbeinandinn er Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður hjá MAGNA lögmönnum og sérfræðingur í EKKO-málum.

Fjallað verður um eftirfarandi:

  • Lögbundnar skyldur atvinnurekenda í tengslum við félagslega vinnuumhverfið.
  • Lágmarkskröfur sem gerðar eru í lögum til viðbragðsáætlana vinnustaðar.
  • Hvernig á að bregðast við tilkynningum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi?
  • Á að gera breytingar á starfsumhverfinu meðan mál er til skoðunar?
  • Hvenær getur atvinnurekandi orðið skaðabótaskyldur vegna eineltis- eða áreitnismáls á vinnustaðnum?
  • Hver á rétt á aðgangi að niðurstöðu í EKKO-máli?
  • Viðbrögð þegar niðurstaða liggur fyrir í EKKO máli.

Námskeiðið gagnast öllum stjórnendum og sérstaklega þeim sem sjá um mannauðsmál á vinnustöðum. Félagsmenn FA þekkja orðið örnámskeiðaformið; námskeiðin eru haldin á netinu og taka nákvæmlega 30 mínútur; 20 mínútna fyrirlestur og 10 mínútur í spurningar og svör.

Skráning er hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá sendan hlekk til þátttöku með góðum fyrirvara.

Skráning á námskeið: Viðbrögð við EKKO-málum 27. maí 2025

Nýjar fréttir

Innskráning