Námskeið 11. nóvember: Skilvirk sjálfvirknivæðing vöruhúsa

22.10.2025

Félag atvinnurekenda og Vörustjórnunarfélagið bjóða upp á námskeið í vöruhúsatækni með einum reynslumesta sérfræðingi Norðurlanda, Hans Ekström, hönnunarstjóra hjá fyrirtækinu SSI Schäfer. Námskeiðið fer fram á ensku og verður haldið þriðjudaginn 11. nóvember 2025 í sal Félags atvinnurekenda að Skeifunni 11, Reykjavík, kl. 8.45-12.15.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað felst í sjálfvirknivæðingu vöruhúsa, hvaða rök séu fyrir að fara út í slíka aðgerð og hvaða tækni er í boði. Farið verður yfir nokkur dæmi um vel heppnaða sjálfvirknivæðingu.

Hér er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur vöruhúsa að fá innsýn í nýjustu framfarir í vöruhúsatækni.

Félagsmenn í FA og Vörustjórnunarfélaginu fá ríflegan afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er hjá Vörustjórnunarfélaginu, skraning@logistics.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Nýjar fréttir

Innskráning