Vörustjórnunarfélagið og Félag atvinnurekenda halda hálfs dags námskeið um grunnatriði vörustjórnunar miðvikudaginn 28. janúar næstkomandi. Leiðbeinandi er Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vínbúða og þjónustu hjá Vínbúðunum og formaður Vörustjórnunarfélagsins.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi þætti:
– Lækkun vörustjórnunarkostnaðar – án þess að skerða þjónustu
– Hvar tapast peningarnir í vörustjórnun?
– Betri ákvarðanir í innkaupum og birgðahaldi
– Taktu stjórn á vöruflæðinu
o Samspil bundins fjár og veltuhraða
o Mælikvarðar árangurs
o Forgangsröðun viðfangsefna
o Samstarf eininga
– Gagnadrifin vörustjórnun
– Hver er raunverulegur kostnaður við vörustjórnun?
Kristján M. Ólafsson hefur starfað við vörustjórnun um árabil, bæði sem starfsmaður fyrirtækja og við kennslu og ráðgjöf á því sviði.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við vörustjórnun td. innkaup, birgðahald, flutninga og fjármál. Námskeiðið verður haldið í fundarsal FA í Skeifunni 11B. Félagsmönnum FA og VSÍ býðst veglegur afsláttur af námskeiðsgjaldi. Skráning er hjá Vörustjórnunarfélaginu á skraning@logistics.is