Námskeið 28. janúar: Grunnatriði vörustjórnunar – lykill að skilvirkum rekstri

13.01.2026


Vörustjórnunarfélagið og Félag atvinnurekenda halda hálfs dags námskeið um grunnatriði vörustjórnunar miðvikudaginn 28. janúar næstkomandi. Leiðbeinandi er Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vínbúða og þjónustu hjá Vínbúðunum og formaður Vörustjórnunarfélagsins.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi þætti:
– Lækkun vörustjórnunarkostnaðar – án þess að skerða þjónustu
– Hvar tapast peningarnir í vörustjórnun?
– Betri ákvarðanir í innkaupum og birgðahaldi
– Taktu stjórn á vöruflæðinu
o Samspil bundins fjár og veltuhraða
o Mælikvarðar árangurs
o Forgangsröðun viðfangsefna
o Samstarf eininga

– Gagnadrifin vörustjórnun
– Hver er raunverulegur kostnaður við vörustjórnun?

Kristján M. Ólafsson hefur starfað við vörustjórnun um árabil, bæði sem starfsmaður fyrirtækja og við kennslu og ráðgjöf á því sviði.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við vörustjórnun td. innkaup, birgðahald, flutninga og fjármál. Námskeiðið verður haldið í fundarsal FA í Skeifunni 11B. Félagsmönnum FA og VSÍ býðst veglegur afsláttur af námskeiðsgjaldi. Skráning er hjá Vörustjórnunarfélaginu á skraning@logistics.is

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Nýjar fréttir

Innskráning