Félag atvinnurekenda og Vörustjórnunarfélagið gangast fyrir námskeiði um leiðir til að lækka vöruverð með nýjum nálgunum í vörustjórnun miðvikudaginn 29. janúar næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í sal FA í Skeifunni 11 kl. 9-11.30.
Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í samningatækni, farið yfir aðferðir og undirbúning samningaviðræðna við vörubirgja, bæði innlenda og erlenda, einnig flutningsaðila, leigusala og þá sem selja þjónustu í aðfangakeðjunni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Thomas Möller, hagverkfræðingur og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Thomas er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hefur verið stundakennari við HR og Háskólann á Bifröst.
Thomas er með áratuga reynslu við stjórnun aðfangakeðja í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, m.a. í Eimskip, Olís, Parlogis, Innnesi og Rekstrarvörum, auk stjórnarmennsku í Símanum, Íslandspósti, Reitum og Rarik.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað innkaupafólki og sérfræðingum í vörustjórnun. Félögum í FA og Vörustjórnunarfélaginu býðst afsláttur af námskeiðsgjaldinu.
Skrá þarf þátttöku á námskeiðið á skraning@logistics.is.