Vörustjórnunarfélagið og Félag atvinnurekenda halda hálfs dags námskeið um birgðanákvæmni, hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar, miðvikudaginn 29. október kl. 8.30-12.15. Leiðbeinandi er Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir, viðskiptafræðingur og MBA frá Háskólanum í Reykjavík, en hún starfar sem framkvæmdastjóri Banana ehf.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi þætti:
– Hvað er birgðanákvæmni?
– Hvernig er birgðanákvæmni reiknuð?
– Af hverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum?
– Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar
– Hvernig er birgðanákvæmni mæld?
– Leiðir til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni
– Leiðir til að auka birgðanákvæmni
Jóhanna hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun aðfangakeðju, sérstaklega innkaupa- og birgðastjórnun m.a hjá Össuri, Bláa Lóninu, Distica, Innnesi og fleiri fyrirtækjum, ásamt
ýmsum sérverkefnum.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað innkaupafólki og sérfræðingum í vörustjórnun. Félagsmönnum FA og VSÍ býðst veglegur afsláttur af námskeiðsgjaldi. Skráning er hjá Vörustjórnunarfélaginu á skraning@logistics.is