Námskeið um strikamerki framtíðarinnar

18.11.2024

FA og Vörustjórnunarfélagið standa að námskeiði um strikamerki framtíðarinnar og notkun QR-kóða í verslun, miðvikudaginn 27. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í sal FA í Skeifunni 11 kl. 9-11.30.

Á námskeiðinu verða kynntar nýjar strikamerkingar fyrir dagvörur, sem teknar verða í notkun á næstunni. Fjallað verður um áhrif nýrrar tækni á rekjanleika, hvernig hún nýtist sem vörn gegn matarsóun, og eykur aðgengi neytenda að vöruupplýsingum.  

Leiðbeinandi er Benedikt Hauksson verkfræðingur og ráðgjafi við innleiðingu strikamerkja. Benedikt rak verkfræðistofu á sviði sjálfvirkra skráninga og var framkvæmdastjóri GS1 Ísland til ársins 2021. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í vörustjórnun, í upplýsingatækni, verslun og framleiðslu. Leiðbeiningar og kennslugögn fylgja.

Félögum í FA og Vörustjórnunarfélaginu býðst afsláttur af námskeiðsgjaldinu.

Skrá þarf þátttöku á námskeiðið á skraning@logistics.is.

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning