Netverslun í brennidepli á haustráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins

15.11.2018

Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins verður haldin 27. nóvember næstkomandi á Grand Hóteli í Reykjavík. Félag atvinnurekenda stendur að ráðstefnunni ásamt Samtökum verslunar og þjónustu og Vörustjórnunarfélaginu.

Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar um áskoranir í netverslun sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir. Einvalalið fyrirlesara með innsýni í ólík svið viðfangsefnisins munu deila með ráðstefnugestum sinni sýn á áskoranir og tækifæri netverslunar. Mörg íslensk fyrirtæki eiga mikið undir í samkeppni við netið og þurfa að nýta tækifærin sem skapast.

Félagsmenn FA eru hvattir til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráning á ráðstefnuna

 

 

 

Nýjar fréttir

Innskráning