Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi afhentir

27.02.2015

Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi, hvatningarverðlaun til ferðamannaverslana í Reykjavík, voru afhent í Hörpu í gær. Að viðurkenningunum standa Félag atvinnurekenda, Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide Ísland.

Njarðarskjöld­inn fékk 66°Norður í Bankastræti og Freyjusómann verslunin Upp­lif­un, bæk­ur og blóm í Hörpu. Njarðarskjöld­ur­inn og Freyjusómi eru viður­kenn­ing­ar- og hvatn­ing­ar­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar sem veitt eru ár­lega til versl­ana eða versl­un­ar­eig­enda fyr­ir góða þjón­ustu og fersk­an and­blæ í ferðaþjón­ustu.

Njarðarskjöld­ur­inn er nú veitt­ur í nítj­ánda sinn en mark­mið verðlaun­anna er að hvetja til bættr­ar og auk­inn­ar versl­un­arþjón­ustu við ferðamenn í Reykja­vík. Njörður, sem skjöld­ur­inn er kennd­ur við, var upp­haf­lega frjó­sem­isguð en síðar guð sæ­far­enda og sagður fé­sæll mjög. Sæ­far­end­ur þess tíma stunduðu gjarn­an kaup­skap og því við hæfi að kenna ár­leg hvatn­ing­ar­verðlaun til ferðamanna­versl­un­ar við guð sigl­inga og viðskipta.

Við til­nefn­ingu ferðamanna­versl­un­ar árs­ins er leit­ast við að verðlauna þá versl­un sem hef­ur náð hvað best­um sölu­ár­angri til er­lendra ferðamanna milli ára. Horft er til markaðs- og kynn­ing­ar­mála, svo sem aug­lýs­inga, vefs og út­lits al­mennt. Aðrir þætt­ir eru einnig skoðaðir sér­stak­lega svo sem þjón­ustu­lund, opn­un­ar­tími, merk­ing­ar um end­ur­greiðslu virðis­auka, lýs­ing, tungu­mála­k­unn­átta starfs­fólks og þekk­ing á sölu­vör­un­um.

Freyjusómi er viður­kenn­ing sem nú er af­hent í fjórða sinn sam­hliða af­hend­ingu Njarðarskjald­ar­ins. Viður­kenn­ing­in er veitt til þeirr­ar versl­un­ar sem þykir koma með hvað fersk­ast­an and­blæ í versl­un­ar­rekst­ur á ferðamanna­markaði í borg­inni.

Nafn viður­kenn­ing­ar­inn­ar er sótt í nor­ræna goðafræði eins og nafn Njarðarskjald­ar­ins en Freyja var gyðja frjó­semi og þykir því vel við hæfi að tengja Freyju við viður­kenn­ing­una þar sem frjó hugs­un og fersk nálg­un er höfð að leiðarljósi í versl­un­arþjón­ustu gagn­vart er­lend­um ferðamönn­um.

Nýjar fréttir

Innskráning